Fyrirlestrar og Vinnustofur

 

Ef þú ert manneskja, þá setur þú sjálfan þig og aðra inní box.

Við gerum þetta öll. Þetta eru viðbrögð sem koma ekki bara frá uppeldinu þínu, eða uppeldi foreldra þinna. Þetta eru viðhorf sem þú hefur tekið með þér svo til frá upphafi mannkyns í gegnum DNA-ið þitt.

Spurningin er; Ertu að setja sjálfan þig og aðra inní box sem gefa þér, og öðru fólki frelsi og rými til að vaxa?

Í hvert skiptið sem þú setur sjálfan þig eða aðra inní eitthvað box, samanber; ‘Konur eru þetta…Karlar eru hitt’ ertu að setja orkuna þína og um leið fókus á það sem skilur þig frá öðrum - ekki hvað sameinar þig.

Og í hvert skipti sem þú gerir það ertu að búa til bil á milli þín og annara.

Afleiðingin getur t.d. verið; einmannaleiki, óhamingja, kulnun, óvissa, hræðsla eða finnast þú sért ekki nægjanlega góð/ur, samþykkt/ur í lífi og starfi.

Við erum þarna ÖLL - Við gerum þetta ÖLL … og flest okkar erum að gera þetta algjörlega ómeðvitað.

Góðu fréttirnar eru að við getum ÖLL breytt þessu - já, líka þú!

 

 

Á #NoMoreBoxes Breakfast Clubs gefst þátttakendum tækifæri á að skoða boxin sem þau eru nú þegar í, og átta sig betur á því hvernig boxin eru ómeðvitað að stjórna okkur í lífi og starfi.

Um leið og þú áttar þig á boxunum þínum, getur þú tekið meðvitaða ákvörðun um hvað þú viljir gera við þetta box.

Rúna og meðstofnandi #NoMoreBoxes Viðhorfsvakningarinnar, Nicholas Haines, bjóða fyrirtækjum, stofnunum uppá fyrirlestra, vinnustofur sem gefa þátttakendum rými til að skoða viðhorfin (boxin) sín og ákveða meðvitað, hverju þau vilja breyta í sínum heimi, og hvaða hlutverki þau vilja meðvitað taka til að verða sú breyting.


Viltu gefa teyminu þínu rými til að brjóta upp boxin sem eru ekki lengur að þjóna þeim?

 

ÚT-ÚR-Boxinu með Rúnu Magnúsdóttur

Hvað segja þátttakendur?