👉 Kvennafrídagurinn 2025: Þegar jafnréttið gleymdi hálfri þjóðinni – og hvað við lærum af því fyrir 2030

 

Þegar við fögnuðum 50 ára afmæli Kvennafrídagsins, gleymdum við hluta af fólkinu sem hjálpaði okkur þangað. Þetta er sagan af því hvernig gömlu boxin birtust – og hvernig við getum losað okkur við þau fyrir 2030.

Þegar boxin skyggja á gleðina

Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum
– og úps… we did it again!

Höfundur: Rúna Magnúsdóttir – fyrirlesari, boxa pælari og umbreytingaskapari.


Á afmælisdegi sem hefði alveg getað sameinað þjóðina í gleði og þakklæti fyrir árangur jafnréttisbaráttunnar á Íslandi, varð úr eitthvað annað.


Jú, jú — veislan var haldin – en aftur, einungis fyrir konur og kvár.
Karlarnir fengu ekki boð.

Skipuleggjendur sem hafa barist fyrir jafnrétti enduðu óvart — eða ekki svo óvart — í því að endurskapa það sem við ætluðum að brjóta niður: sjálft kynjaboxið.


Þegar við útilokum einn hóp í nafni annars, verðum við sjálf hluti af sama mynstri – sama gamla boxinu sem heldur okkur aðskildum.

Boxin – hópþrýstingur frá löngu látnum kynslóðum

  • Við tölum um framþróun, en oft innan forrits sem var skrifað fyrir áratugum, jafnvel öldum.

  • Við tölum um jöfnuð, en stundum með því að útiloka aðra.

  • Við tölum um valdeflingu, en gleymum að hún er ekki einkaleyfi neins kyns.

Þessi box eru ekki illgjörn.

Þau eru lærð mynstur – reglur sem einu sinni þjónuðu tilgangi, en lifa nú sjálfstæðu lífi.


Þau eru eins og hópþrýstingur frá löngu látnum kynslóðum sem hvísla: „Svona höfum við alltaf gert þetta.“

Könnum boxin: þau góðu, slæmu og ljótu

Því aðeins þegar við sjáum þau öll, getum við valið hvað flytur okkur áfram.

Þú sem leiðtogi í dag stendur frammi fyrir nýrri ábyrgð – að sjá boxin þín og velja meðvitað hvernig þú ætlar að bregðast við þeim.

Að kanna boxin þýðir að við þurfum að VAKNA til vitunda, verða MEÐVITUÐ um áhrifin, og stilla okkur Í TAKT við það sem við í raun stöndum fyrir.

Þetta eru þrjú einföld skref sem breyta öllu:

VAKNA – taka eftir hvað er að gerast.
Kannski finnur þú óþægindi yfir einhverju sem virðist „rétt“, en hljómar samt falskt. Það er fyrsta merkið um að boxið sé að banka.

MEÐVITUÐ – sjá mynstrið og skilja áhrifin.
Eru viðbrögðin þín þín eigin – eða lærð viðbrögð úr fortíðinni?
Er þetta virkilega barátta fyrir jafnrétti – eða endurtekning á gamla leiknum „við og þau“?

Í TAKT – velja viðbrögð sem endurspegla hver þú ert í dag.
Þegar þú stillir þig í takt við eigin gildi, hættir boxið að stjórna þér.
Þú ferð að leiða af meðvitund – ekki vana.


Látum lærdóminn verða samhljóm

Lífið kennir okkur stöðugt – þegar við erum vakandi.

Kvennafrídagurinn 2025 minnti okkur á að jafnvel í gleði og góðum ásetningi getum við endað inni í gömlu mynstrunum, í viðjum vanans.

Af hvaða ástæðu sem það var, þá var ekki öllum boðið að taka þátt í fögnuðinum.

Við getum valið að sjá það sem sem lærdóm.

Tækifæri til að vakna, verða meðvituð og stilla okkur í takt við það sem við í raun stöndum fyrir.

Því næsti áfangi, þegar við fögnum 55 ára afmæli Kvennafrídagsins, þá getum við reglulega sýnt heiminum að við höldum áfram að leiða brautina —- núna meðvitað!


Við getum byrjað að undirbúa daginn bara strax á eftir þessvegna – með því að draga saman fólk sem stendur fyrir jafnrétti, hefur staðið fyrir jafnrétti og mun standa fyrir jafnrétti.

Fólk, óháð kyni, kynvitund eða kynhnegð sem fyrirlítur kynferðislegt ofbeldi af öllu tagi og sýnir það í orðum og gjörðum — verður þá boðið að vera með í að mótmæla því ofbeldi —- enda alveg stórfurðulegt að gera ráð fyrir að mótmæli á kynferðislegu ofbeldi sé einungis kvennanna verk.

Þegar við lærum af fortíðinni í stað þess að endurtaka hana, verður tónninn í samfélaginu tærari, takturinn samstilltari – og leiðtoginn í hverjum og einum okkar nær að leiða með hjarta, ekki vana.


Viltu kanna boxin með þínu fólki?

Ég vinn með leiðtogum, teymum og stofnunum sem vilja vinna að sterkari og meðvitaðra teymi — og umbreyta þeim í sköpun, flæði og ábyrgð.

Í fyrirlestrum og vinnustofum skoðum við hvernig orkan í teyminu og Exploring Boxes: The Good, The Bad & The Ugly getur breytt menningu, sjálfstrausti og samskiptum innan hópa.

👉 Hafðu samband ef þú vilt kanna hvernig við getum skapað samhljóm í þínu teymi.


 
 
 

FAQ

Algengar spurningar sem ég fæ:

  • Box eru ósýnilegar reglur og væntingar – lærð mynstur sem móta hegðun okkar, jafnvel þegar við teljum okkur vera frjáls.
    Þau geta verið góð, slæm eða ljót, en öll hafa þau áhrif á hvernig við leiðum og lifum.

  • Þegar við boxum fólk út frá kyni, stöðu eða skoðunum, stöðvum við samtalið sem jafnrétti byggir á.
    Að „kanna boxin“ snýst ekki um að kenna, heldur að vakna – sjá mynstrin og velja nýjan takt.

  • Með því að vakna, verða meðvituð og stilla sig í takt við eigin gildi, hætta leiðtogar að bregðast – og byrja að leiða.
    Þá verður jafnrétti ekki slagorð, heldur náttúrulegt flæði í samskiptum og menningu.

 

Bækurnar mínar

 

Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!

 

The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!

 

Next
Next

AI Won’t Replace Leaders — But It Will Reflect Them