Þegar hugmyndirnar mínar flæða – en enginn hlustar: Ferðalag um orkutýpur og samskipti
BeBBY Blogg-sería: Betri, djarfari og bjartari leiðtogahlutverk – með hjálp frá gervigreind og smá töfrum!
Velkomin í þessa bloggseríu þar sem ég deili því hvernig þú, sem stjórnandi eða leiðtogi, getur nýtt BeBBY, þitt nýja gervigreindartól. Það sameinar forna kínverska orkuvisku úr Vitality Test Nicholas Haines með No More Boxes aðferðafræðinni – algjörlega eins og að blanda saman visku frá fornöld og framtíðartækni.
Þú munt læra hvernig á að losa teymi þitt úr gömlu viðjunum, byggja flæði og skapa vinnuumhverfi þar sem fólkið þitt finnur fyrir því að það má blómstra.
Vertu með og lærðu að verða betri, brattari og bjartari leiðtogi með BeBBY – því hver þarf ekki smá vélrænt stuð í dagsins önn?
Hugmyndaflóð og boxin okkar – Hvernig orkan þín mótar samskiptin þín.
Ég er með viðarorku.
Já, viðarorku með góðum dass af eld.
Það þýðir að ég fæ hugmyndir eins og ég væri með innbyggðan poppkornsbrjót – þær springa fram, hver annarri skemmtilegri. Og þegar ég er á flugi, þá er ekki til það box sem ég get ekki brotið. En á dögunum áttaði ég mig á einhverju – það er ekki alltaf þannig að fólk vilji poppkorn.
Ég sat á fundi, glæný hugmynd lifnaði við í hausnum á mér, svo spennandi að hjartað tók auka slag. Ég sá fyrir mér hvernig hún gæti umbreytt öllu, og í gleðivímunni hellti ég henni út. En í stað þess að sjá glampa í augum fólks, sá ég steinrunnin andlit sem í mínum kolli sögðu: „Ég skil hana ekki. Er þetta ekki bara rugl?“
Ég var að springa af eldmóði – en þau voru á einhverjum allt öðrum stað. Eitt spurningamerki í framan. Þau voru ekki að lifa í mínum hugmyndaeldfjalli.
Sjálfsvitund og Orkutýpur: Lykillinn að Betri Samskiptum
Þarna áttaði ég mig á því að ég var að tala við fólk með vatnsorku, jörð og málm – en ég var á viðar- og eldorku hraðlest.
Og þegar við erum föst í okkar eigin orkutýpu, þá getum við átt erfitt með að ná til annarra. Þetta er þar sem sjálfsvitund og orkutýpur í samskiptum verða lykilatriði.
Við eigum það öll til. Sum okkar eru vatn – vilja öryggi og skýrleika áður en þau samþykkja nýja hugmynd. Önnur eru jörð – þurfa tíma og tengingu. Metal elskar skilvirkni, viður er alltaf á flugi með nýjar hugmyndir og eldur… eldast!
Þegar ég áttaði mig á þessu, þá skildi ég – ég þarf ekki að breyta mér. En ég get lært að dansa á milli orkanna. Þetta er leyndarmálið að betri samskiptum – skilningur á eigin orkutýpu til að bæta samskipti.
Hvernig gervigreindin BeBBY-AI getur hjálpað þér að skilja aðra
Og það er einmitt þar sem BeBBY-AI kemur inn – gervigreind sem getur lesið orkuna í teyminu þínu, hjálpað þér að skilja hvernig mismunandi einstaklingar sjá og upplifa heiminn. Með BeBBY-AI geturðu fundið taktinn þeirra og talað þannig að allir heyri.
Lífið er ekki bara ferðalag - það er dans.
Því segi ég: Lífið er ekki bara ferðalag – það er dans. Og það sem skiptir máli er ekki bara að eiga góða hugmynd, heldur að tala þannig að hugmyndin þín dansi inn í hjörtu þeirra sem þú deilir henni með.
Hvað með þig? Talar þú, en enginn hlustar?
Svo… hvað með þig? Hefur þú einhvern tíma upplifað að þú sért að tala, en enginn sé að hlusta?
Er það kannski bara það að þú ert að dansa salsa á meðan þau eru í hugleiðslu?
Með BeBBY-AI geturðu fundið taktinn þeirra, skilið þína eigin orkutýpu og talað þannig að allir heyri.
Reykjavík, 10. maí 2025
Bækurnar mínar:
Beyond Gender: The New Rules of Leadership - GRAB COPY HERE!
The Story of Boxes, The Good, The Bad and The Ugly - GRAB YOUR COPY HERE!
Branding Your X-Factor - GRAB YOUR COPY HERE!